top of page

Um vefsíðu

Þessi vefsíða er hluti af lokaverkefni Guðrúnar Erlu Hilmarsdóttur og Svanhvítar Sigurðardóttur til BA- gráðu í Þroskaþjálfafræðum vorið 2013.

Einnig var ​fræðileg greinargerð skrifuð sem fjallar um hugmyndafræði sem liggur að baki vefsíðunnar.



Val á viðfangsefni vefsíðunnar kviknaði á öðru ári í náminu en þá var gestafyrirlesari með innlegg um kynheilbrigði fólks með þroskahömlun. Niðurstöður ýmissa rannsókna sýna að aðgengi fólks með þroskahömlun að kynfræðslu er ábótavant, þar á meðal íslenskar rannsóknir sem fjalla um sjálfræði og kynverund kvenna og karla með þroskahömlun. Viðmælendur rannsóknanna virtust allir hafa fengið kynfræðslu í grunnskólum en þá oftast seint á skólagöngunni og var fræðslan ekki ítarleg. Kynfræðslan snýr þá oft að kynþroskanum og getnaðarvörnum. Misjafnt er hvort einstaklingar með þroskahömlun viti hver tilgangur smokksins er. Sumir telja hann einungis vera forvörn gegn þungun á meðan aðrir vita að hann er einnig vörn gegn kynsjúkdómum.



Kynfræðsla fyrir einstaklinga með þroskahömlun er oft neikvæð og er jafnvel notuð sem forvörn gegn kynlífi. Mikilvægt er að fræðslan fari fram á jákvæðan hátt og sýni fram á að kynlíf getur verið heilbrigt og er hluti af mannlegri tilveru.

Markmið með lokaverkefninu er því að upplýsa einstaklinga með þroskahömlun um kynverund og kynheilbrigði með aðgengilegum hætti með eða án aðstoðar en mikilvægt er að allir séu jafn upplýstir um þetta málefni.

​Nálgast má greinargerðina í heild sinni hér.

Hafa samband

Við hvetjum alla áhugasama að hafa samband með forminu hér að neðan ef einhverjar áhugaverðar spurningar vakna.

Your details were sent successfully!

Þakkir

Við viljum þakka Bjarka Sigurjónssyni fyrir talsetningu, Sigurði Hrafni Péturssyni fyrir uppsetningu á vefsíðu og Ösp Gunnarsdóttur fyrir myndskreytingu.

bottom of page