top of page

Hvað er kynþroski?

Kynþroski er tímabil mikilla breytinga í lífi stelpna og stráka.
Til dæmis breytist líkaminn þannig að hægt er að eignast börn.

Kynþroskinn getur tekið langan tíma. Það er misjafnt hvenær stelpur og strákar byrja kynþroskann. Sumir byrja 9 ára en aðrir 17 ára. Flestir byrja 12-13 ára.​

  • Kynþroskinn getur tekið nokkur ár en oftast 1-2 ár.

  • Stelpur byrja oft kynþroskann á undan strákum.

  • Kynþroskinn getur verið erfiður fyrir suma því miklar
      breytingar geta orðið á tilfinningum.

  • Samskipti og sambönd við aðra geta breyst. [1]

Sjálfsmynd

Á kynþroskanum mótast sjálfsmyndin.

Hugtakið sjálfsmynd segir til um hvaða skoðun þú hefur á sjálfri/sjálfum þér.

 

Kynþroski stúlkna
Kynþroski stráka

Þeir sem eru óánægðir með sjálfan sig og með lítið sjálfstraust eru með neikvæða sjálfsmynd.

Fjölskyldan, vinirnir og fjölmiðlar geta haft áhrif á hugmyndir þínar um hver þú ert, hvernig þú eigir að vera og hvernig þú eigir að klæða þig og svo framvegis.

Mikilvægt er að reyna að loka á áreitið og komast að því sjálf/sjálfur hver þú ert. [2]​

Spurningin hver er ég? er algeng á unglingsárunum.

Þeir sem eru ánægðir með líkama sinn og öruggir með sjálfan sig eru með jákvæða sjálfsmynd.

bottom of page