top of page

Kynfæri stráka

Ytri kynfæri stráka er sá hluti typpisins sem við sjáum.

​Ytri kynfæri eru typpi, pungur, forhúð og kóngur.



​Typpi flytur þvag (piss) og sæði út úr líkamanum.

Við snertingu stækkar typpið og strákar fá standpínu.

Kynfæri stráka er typpi

typpi ytra kynfæri stráka

Pungur er húð sem er utan um eistun.



Forhúð er laus húð utan um kónginn.



Kóngur er næmur við snertingu. [10]

Innri kynfæri stráka

Innri kynfæra stráka er sá hluti typpisins sem er inn í líkamanum og við sjáum ekki.

​Innri kynfæri eru eistu, eistnalyppa, sáðrás, blöðruhálskirtill, 
þvagrás og sáðblaðra.

Innri kynfæri stráka pungur sáðblaðra eistu

Sáðfrumur eru litlar og margar.

Sáðfrumurnar hafa höfuð og hala.
Þegar karl og kona stunda samfarir þá hittir sáðfruma karlsins eggfrumu konunnar og það verður til barn.

Sæði er slímkenndur og hvítur vökvi sem kemur út úr typpinu við sáðlát. Sáðfrumurnar komast ekki að eggi konunnar nema með því að synda í vökvanum.

sáðfrumur sæði þvag

Eistu eru tvær litlar kúlur sem búa til sáðfrumur og kynhormón fyrir karla sem nefnist testósterón.


Eistnalyppa er þar sem sáðfrumurnar þroskast og geymast.
Sáðrás liggur frá eistnalyppum í gegnum blöðruhálskirtil. Sáðrás sameinist þvagrás.


Sáðblaðra býr til sæði fyrir sáðfrumur til að synda út úr líkamanum.
Blöðruhálskirtill býr líka til sæði sem blandast við sáð-frumurnar og gefur þeim næringarefni.

Þvagrás er þar sem þvag (piss) og sæði fer út úr líkamanum. Þvag getur ekki farið út úr þvagrásinni á sama tíma og sæði. [10]

bottom of page