top of page

Kynsjúkdómar

Þegar stelpur og strákar byrja að stunda samfarir og munnmök eiga þau í hættu á að fá kynsjúkdóma.

Kynsjúkdómar geta smitast af bakteríum og veirum.

Oftast er hægt að lækna kynsjúkdóma sem smitast með bakteríum með lyfjum.

Kynsjúkdómar sem smitast með veirum er oftast ekki hægt að lækna en hægt er að draga úr einkennum.



Kynsjúkdómar geta verið hættulegir en minni líkur er á að smitast ef smokkurinn er notaður.
          
Til eru yfir 30 kynsjúkdómar.

Algengustu kynsjúkdómar á Íslandi eru kynfæravörtur, kynfæraherpes og klamydía.

Einn hættulegasti kynsjúkdómurinn er alnæmi en hann er ekki jafn algengur og hinir sem taldir voru upp. [25]

Ef þú heldur að þú sért með kynsjúkdóm getur þú farið til heimilislæknis.
Þú getur líka farið á húð og kyn deildina sem er í Fossvoginum. Fyrst þarft þú að panta tíma i síma
543-6050.
[26]

bottom of page