top of page

Hreinlæti

Hreinlæti er mjög mikilvægt þegar unglingar verða kynþroska.



Þá verða miklar breytingar á líkamanum. Unglingar svitna meira en áður og oft getur komið sterk svitalykt.



Algengt er að unglingar fái bólur og hárið verður fljótt skítugt.



Unglingar þurfa að fara annan hvern dag eða oftar í bað eða sturtu.

Mjög mikilvægt er að fara í sturtu eða bað eftir íþróttaæfingar. [8]

hreinlæti kynþroski

Andlit

Mikilvægt er að þrífa andlitið á hverjum degi til að halda húðinni hreinni. Hægt er að nota þvottastykki og volgt vatn.


Þú skalt ekki kreista bólur sem geta komið í andlitið því þá getur komið sýking og ör geta myndast.



Ef þú notar andlitsfarða þarftu alltaf að þrífa hann vel af fyrir svefn.

Meik og púður er hægt að þrífa með sérstöku hreinsikremi og augnfarða með augnhreinsi. Þú getur keypt hreinsikrem og augnhreinsi í apóteki eða matvörubúð. [8]

hreinlæti andlit
hreinlæti kynfæri

Kynfæri

Ekki skal þrífa píkuna með sterkri sápu.

Best er að nota milda sápu eða sérstaka sápu sem er fyrir þetta svæði sem þú getur keypt í apóteki.

Það þarf að þvo vel á milli skapabarma og aftur fyrir rass. Þess þarf að gæta að bera ekki bakteríur frá rassi og í píku. [8]

Rakstur

Sumar stelpur vilja losna við líkamshárin, undir höndum, á fótum og í kringum píkuna.

Það eru til nokkrar leiðir til þess að losna við þessi hár.

Ein leiðin er að raka þau af en þá skal nota eigin rakvél.

Ef þú ákveður að raka líkamshár er gott að fá aðstoð eða leiðsögn í fyrsta skiptið. Auðvelt er að skera sig eða fá sýkingu. [8]

hreinlæti rakstur
bottom of page