top of page

Alnæmi - HIV

Alnæmi er mjög hættulegur kynsjúkdómur sem smitast af veiru sem kallast HIV-veira.

Alnæmi er lokastig HIV-veirunnar. Það þýðir að þeir sem eru orðnir mjög veikir af HIV-veirunni eru komnir með alnæmi.

Fólk getur dáið úr alnæmi en hægt er að fá lyf sem hægir á sjúkdómnum.

HIV-veiran getur smitast frá einni manneskju til annarrar með blóði, sæðisvökva, og vökva úr leggöngum.

HIV-veiran getur smitast frá karli til konu, frá karli til karls og konu til konu.

Fólk sem notar ekki smokk þegar það stundar samfarir er í meiri hættu en aðrir á að smitast. Þess vegna er mikilvægt að nota alltaf smokk.

Þeir sem eru sprautufíklar eru líka í meiri hættu en aðrir á að smitast. Þeir þurfa að passa sig á því að nota ekki sömu sprautur eða sprautunálar til að smitast ekki​

Einkenni
Sumir fá einkenni eins og hita, niðurgang, útbrot, höfuðverk og svitaköst á nóttunni. Aðrir finna ekki fyrir neinum einkennum.

Meðferð
Ekki eru til nein lyf sem lækna alnæmi.
Hins vegar er til mikið af lyfjum sem geta lengt líf þeirra sem eru með alnæmi og haldið einkennum niðri. [25]

 

bottom of page