top of page

Ást eða vinátta?

Ást er að bera sterkar tilfinningar til manneskju sem þú vilt vera nálægt og deila hlutum með.

  • Enginn getur sagt þér nákvæmlega hvað ást er eða hvar er hægt að finna hana.

  • Enginn upplifir ástina á sama hátt.

  • Allir hafa einhvern tíman upplifað að þykja vænt um aðra manneskju.

  • Mörgum þykir til dæmis vænt um afa og ömmu eða foreldra sína og vini eða gæludýr.

Á kynþroskanum upplifum við nýjar tilfinningar og margir verða ástfangnir í fyrsta skipti.

 

Við komum ekki eins fram við ókunnuga, vini eða elskhuga.​

Ókunnugir

Ókunnugir eru einhverjir sem við þekkjum ekki eða þekkjum lítið.


Við föðmum ekki né kyssum ókunnuga.
Við heilsum ókunnugum til dæmis með því að taka i höndina á þeim.

Ókunnugir

Ættingjar og vinir

Vinur eða ættingi er einhver sem þér þykir vænt um.



Getur verið mamma, pabbi, systkini, afi, amma, frænka, frændi, bekkjarfélagi eða vinnufélagi.

Að eiga góðan vin er ekki það sama og að vera ástfangin eða vera í ástarsambandi.



Þú stundar ekki kynlíf með ættingjum né vinum.

Elskhugar

Elskhugar getur verið kærasti eða kærasta sem þú ert í ástarsambandi með og elskar.



Í ástarsamböndum koma nýjar tilfinningar fram hjá fólki sem það hefur ekki fundið fyrir áður.
Margir fá fiðring í maga. Sumir missa oft einbeitinguna og hugsa mjög mikið um þann sem þeir elska. [22]

Sumir elskhugar stunda kynlíf.

Þú getur bara átt einn elskhuga í einu.

Þegar þú ert í ástarsambandi máttu ekki kyssa eða stunda samfarir með öðrum.​

Kynhneigð

Flestir strákar og stelpur eru skotin í einhverjum af hinu kyninu.
Þá eru strákar skotnir í stelpum og stelpur skotnar í strákum.
Það kallast að vera  gagnkynhneigður.

Sumir strákar eða stelpur eru skotin í einhverjum af sama kyni.

Það kallast að vera samkynhneigður.

Samkynhneigð hommi strákar par

Þegar strákar eru skotnir í öðrum strákum eru þeir kallaðir hommar.

Gagnkynhneigð par
Samkynhneigð lesbía lespía stelpur par

Þegar stelpur eru skotnar í öðrum stelpum eru þær kallaðar lesbíur.

Sumir eru skotnir bæði í stelpum og strákum.Það kallast að vera tvíkynhneigður. [23]



Mundu að við erum öll ólík og það er ekkert skrýtið við það að vera samkynhneigður eða tvíkynhneigður.

Ef þú heldur að þú sért hommi eða lesbía getur þú farið eða hringt í Samtökin ´78.
Þar getur þú talað við félagsráðgjafa sem þú getur treyst.



Þú getur líka hitt aðra unglinga í Samtökunum’ 78 í Unglingaliðahóp.

Í Unglingaliðahópnum eru samkynheigðir unglingar sem eru 14-20 ára.

Hópurinn hittist einu sinni í viku og gerir eitthvað skemmtilegt saman.



Heimilisfangið hja Samtökunum ´78 er Laugarvegur 3

Síminn hjá Samtökunum’ 78 er 552-7878
Heimasíðan hjá Samtökunum ‘78 er http://www.samtokin78.is [24]

bottom of page