top of page

Kynfæri stelpna

Ytri kynfæri stelpna er sá hluti píkunnar sem við sjáum.

Ytri kynfæri eru ytri og innri skapabarmar og snípur.


Ytri skapabarma sjáum við alltaf.

Kynfæri stelpna er píka

Spöng er svæði sem er á milli leggangaops og endaþarmsops.
Leggangaop er inngangur að leggöngunum. Þar fer typpið inn við samfarir.

Endaþarmsop er krumpað op í rassinum. Þar kemur saur (kúkur) út úr líkamanum.
​

Þvagrásaropið er op þar sem þvag (piss) kemur út úr líkamanum.
​Innri skapabarmar mynda hlíf utan um snípinn. 

​Snípur er mjög næmur og við snertingu stækkar hann. Snípurinn veitir stelpum eða konum fullnægingu. [4]

Lýsing á kynfærum stelpna

Innri kynfæri

Lýsing á innri kynfærum stelpna

Innri kynfæri stelpna er sá hluti píkunnar sem er inn í líkamanum og við sjáum ekki.

Innri kynfæri eru leggöng, legháls, leg, tveir eggjaleiðarar og tveir eggjastokkar.

Eggjastokkar eru tveir og þeir geyma egg. Einu sinni í mánuði þroskast 1-2 egg sem losna frá eggjastokk og það verður egglos. Eggjastokkar framleiða líka hormón sem heitir estrogen.

Eggjaleiðarar eru tveir sem flytja eggin niður í leg.
Ef karl og kona hafa samfarir getur egg frjóvgast í eggjaleiðara.

Það gerist ef sáðfruma karls kemst inn í eggið. Eggjaleiðarar ýta egginu niður í leg. Ef sáðfruma kemst ekki inn í egg hjá konunni eyðist eggið og fer út úr líkamanum þegar konan fer á blæðingar.

Leg er vöðvi sem getur stækkað mikið. Frjóvgað egg festist í leginu. Barn verður til úr frjóvgaða egginu og þroskast þangað til að konan fæðir.

Legháls er neðst í leginu og fyrir ofan leggöngin. Legháls er mjög þröngur en stækkar þegar barn fæðist.

Leggöng eru 8-10 cm löng og geta stækkað mikið þegar barn fæðist. Barnið kemur út um leggöngin þegar það fæðist. Leggöngin eru líka notuð þegar karl og kona stunda samfarir. Typpið fer inn í leggöngin. Leggöngin geta blotnað við snertingu og samfarir verða léttari. [4]

bottom of page