top of page

Hreinlæti

Hreinlæti er mjög mikilvægt þegar unglingar verða kynþroska.



Þá verða miklar breytingar á líkamanum. Unglingar svitna meira en áður og oft getur komið sterk svitalykt.

Algengt er að unglingar fái bólur og hárið verður fljótt skítugt.



Unglingar þurfa að fara annan hvern dag eða oftar í bað eða sturtu.



Mjög mikilvægt er að fara í sturtu eða bað eftir íþróttaæfingar. [8]

Hreinlæti kynþroski

Andlit

Mikilvægt er að þrífa andlit á hverjum degi til að halda húðinni hreinni. Hægt er að nota þvottastykki og volgt vatn.

Þú skalt ekki kreista bólur sem geta komið í andlitið því þá getur komið sýking og ör geta myndast.

Á kynþroskanum fá strákar
skegg í andlitið.
Sumir vilja hafa skeggið en aðrir vilja raka það af. Þá skal nota eigin rakvél.
Einnig skal þvo andlit vel með heitu vatni, setja raksápu eða rakgel á skeggsvæðið.

Þegar þú rakar skeggið í fyrsta skipti er gott að fá aðstoð. Þú skalt raka skeggið í sömu átt og það vex.

Þegar þú ert búinn að raka skeggið af er gott að skola andlitið vel og bera krem eða setja rakspíra. [8]

Hreinlæti rakstur
Hreinlæti kynfæri forhúð kóngur

Kynfæri

Ekki skal þrífa typpi með sterkri sápu.

Best er að nota milda sápu.

Strákar þurfa að þvo vel undir forhúð.

Bretta þarf forhúðina upp fyrir kónginn því undir henni getur safnast óhreinindi og bakteríur. [11]​

bottom of page