top of page

Kynfæravörtur

Kynfæravörtur er kynsjúkdómur sem smitast með veirum.



Hægt er að smitast af kynfæravörtum með því að stunda samfarir og munnmök.

​

Einkenni

  • Flatar vörtur sem líkist blómkáli.
  • Hjá stelpum koma vörturnar oftast á skapabarma eða endaþarm ef þær smitast við 
      samfarir
  • Hjá strákum koma vörturnar oftast á kónginn ef þeir smitast við samfarir.
  • Vörturnar geta komið í munninn hjá stelpum og strákum ef þær smitast við
      munnmök.
  • Vörturnar geta valdið kláða og ertingu. Flestir finna þó ekki fyrir einkennum og vita 
      ekki af kynfæravörtunum nema vörturnar séu stórar.


Meðferð
Oft hverfa vörturnar af sjálfum sér en það getur tekið mörg ár. Ef þær hverfa ekki er hægt að setja áburð á þær sjálfur eða fá lækni til að frysta eða brenna þær. 

Þó að vörturnar hverfa er alltaf hætta á að þær komi aftur seinna. [25]

bottom of page