top of page

Blæðingar

Stelpur fara á blæðingar þegar þær verða kynþroska.

Flestar byrja á blæðingum 11-15 ára en sumar byrja fyrr eða seinna.



Stelpur fara á blæðingar einu sinni í mánuði og eru oftast í 3-7 daga í einu.



Fyrstu árin geta stelpur farið oftar eða sjaldnar á blæðingar en einu sinni í mánuði.

Blæðingar eru stundum kallaðar: Túr eða tíðir

Sumar stelpur geta verið aumar í brjóstum, fengið verki í kvið (maga) og verið þreyttar og daprar nokkrum dögum áður en blæðingar byrja eða meðan þær eru á blæðingum.

Þegar stelpur eru á blæðingum er mikilvægt að nota dömubindi, túrtappa eða álfabikar svo að blóð fari ekki í fötin. [5]

Dömubindi

Dömubindi eru sett í nærbuxur. Það þarf að skipta um dömubindi á 2-4 klukkutíma fresti.


Það má ekki sturta dömubindum niður í klósett.

Rúlla skal dömubindunum saman, setja þau í poka eða klósettpappír og henda í rusl. [6]

Dömubindi
Túrtappi

Túrtappi

Túrtappi er settur inn í leggöng þegar blæðingar eru. Það þarf að skipta um túrtappa á 2-4 klukkutíma fresti.

Ekki má sturta túrtöppum niður í klósett heldur skal alltaf henda þeim í rusl.



​Ungar stelpur skulu frekar nota dömbindi en túrtappa.

Þær stelpur sem velja að nota túrtappa skulu nota dömubindi á nóttinni.

Annars getur komið sýking í leggöng. [6]

Álfabikar

Álfabikar er bikar úr gúmmí sem hægt er að nota aftur og aftur í allt að 10 ár.


Áflabikarinn er settur upp í leggöng þegar blæðingar eru. Blóðið safnast saman í bikarnum sem þarf að losa í klósett.

Það þarf að losa blóðið úr álfabikarnum á 4-12 klukkutíma fresti, fer eftir hversu miklar blæðingarnar eru.



Það má nota álfabikarinn yfir nótt.

Ungar stelpur skulu frekar nota dömbindi en álfabikar. [6]

Álfabikar
bottom of page