top of page

Kynfæraherpes

Kynfæraherpes er kynsjúkdómur sem smitast með veiru.

Hægt er að smitast af kynfæraherpesi með því að stunda samfarir og munnmök.


Kynfæraherpes er svipuð frunsum sem fólk fær á varir.

Þessar frunsur koma á typpi, píkur og við endaþarm, þær geta líka komið í munninn.

Einkenni   

  • Litlar blöðrur sem eru á rauðu svæði og kallast frunsur.
  • Miklir verkir og kláði í frunsum.
  • Oft fylgir hár hiti og sumum líður eins og þeir séu með flensu.

Meðferð

Ekki er hægt að lækna kynfæraherpes en hægt er að draga úr einkennum með lyfjum. [25]

bottom of page