top of page

Kynferðislegt ofbeldi getur verið...

  • Ef einhver talar kynferðislega við þig án þess að þú viljir það, til dæmis um snertingar. 
  • Ef einhver reynir að snerta þig og kyssa þig án þess að þú viljir það.
  • Ef einhver reynir að láta þig snerta sig og kyssa án þess að þú viljir það.
  • Ef einhver snertir þín einkasvæði eða leyfir öðrum að snerta þau án þess að þú viljir það.
  • Ef einhver lætur þig snerta einkasvæði sín eða annarra án þess að þú viljir það.
  • Ef einhver neyðir þig að fara úr fötunum.
  • Ef einhver tekur mynd af einkasvæðum þínum án þess að þú viljir það.
  • Ef einhver sýnir þér klám án þess að þú viljir það.
  • Ef einhver reynir að hafa samfarir við þig án þess að þú viljir það. Það kallast nauðgun. [35]
Einkasvæði stelpna stúlkna píka brjóst rass

Einkasvæði

Aðal einkasvæði líkamans eru kynfærin.

Einkasvæði stelpna eru píka, brjóst og rass.

Einkavæði stráka eru typpi og rass.

  • Enginn má snerta einkasvæði þín ef þú vilt það ekki.
  • Enginn má neyða þig til að snerta sín einkasvæði ef
      þú vilt það ekki. [36]

Stundum þarf hjúkrunarfólk eða læknar að koma við einkasvæði þín, en fyrst verður þú að leyfa þeim það. [35]

Einkasvæði stráka pilta typpi rass

Þú skalt muna að...

  • Segja alltaf nei ef einhver biður þig um að gera hluti sem þú vilt
      ekki.
  • Fara aldrei upp í bíl hjá einhverjum sem þú þekkir ekki.
  • Fara aldrei heim með einhverjum sem þú þekkir ekki.
  • Hleypa engum heim til þín sem þú þekkir ekki.
  • Ef þú verður fyrir kynferðislegu ofbeldi er það ekki þér að kenna.
      Það er manneskjunni að kenna sem beitir þig kynferðislegu
      ofbeldi
  • Segja alltaf einhverjum frá því ef þú verður fyrir kynferðislegu 
      ofbeldi. 
    Mikilvægt er að segja einhverjum fullorðnum sem þú 
      treystir vel og biðja hann um hjálp. [35]
Kynferðislegt ofbeldi nei neyðarlínan Stigamót

Hvert get ég leitað eftir aðstoð ef ég verð fyrir kynferðislegu ofbeldi?

Þú getur farið á Slysa- og bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi.

Þú getur talað við lögregluna. Síminn hjá lögreglunni er 444-1000.

Þú getur líka alltaf hringt í 112 sem er síminn hjá Neyðarlínunni
Þú getur talað við Stigamót sem er ráðgjafar- og stuðningsmiðstöð. Síminn er 562-6868 og 800-6868


Ef þú verður fyrir kynferðislegu ofbeldi til dæmis nauðgun skaltu passa þig á því að fara ekki í sturtu eða bað fyrr en eftir að þú hefur leitað þér aðstoðar. Þú gætir skolað burt sönnunargögnum. [35]

bottom of page